Home Fréttir Í fréttum „Við kláruðum að selja ódýrustu íbúðirnar og svo dó þetta“

„Við kláruðum að selja ódýrustu íbúðirnar og svo dó þetta“

77
0
Snorrabraut 63. Mynd: Borg fasteignasala/Vísir.is

Aðeins hafa sjö íbúðir af 160 selst á sex þéttingarreitum í Reykjavík síðan í byrjun októbermánaðar. Á þremur þessara reita hefur engin íbúð selst.

<>

Fjallað er um dræma sölu á þéttingarreitum í Morgunblaðinu í dag og meðal annars rætt við Kristinn Geirsson, framkvæmdastjóra félags sem byggði 35 íbúða fjölbýlishúss á Snorrabraut 62. Hann segir að vegna dræmrar sölu hafi íbúðirnar verið teknar úr sölu.

„Við kláruðum að selja ódýrustu íbúðirnar og svo dó þetta. Við höfum sett nánast allar íbúðirnar í leigu og erum hættir að spá í þetta af því að dýrari íbúðirnar seljast ekki. Það er vonlaust að reyna það,“ hefur Morgunblaðið eftir Kristni.

Hann segir einnig að fjárfestar og fjársterkir einstaklingar séu áberandi á markaðnum þessa dagana en þeir séu alltaf í leit að fjárfestingarkostum, til dæmis eignum sem hægt er að leigja í skammtímaleigu.

Í Morgunblaðinu er einnig rætt við Gunnar Sverri Harðarson, fasteignasölu hjá Remax sem bendir á að á Grandatorgi í Vesturbænum hafi selst 24 af 84 íbúðum síðan sala hófst um miðjan ágúst. Staðan á markaðnum sé þannig að fólk sé að bíða eftir vaxtalækkun Seðlabankans og kosningum.

„Svo myndi ég halda að það færðist fjör í leikinn á nýju ári,“ segir hann.

Heimild: Dv.is