Home Fréttir Í fréttum 12.11.2024 Reykja­nesbraut (41), Álfta­nesvegur – Lækjar­gata, frumdrög

12.11.2024 Reykja­nesbraut (41), Álfta­nesvegur – Lækjar­gata, frumdrög

115
0
Mynd: Stöð 2/Egill Aðalsteinsson

Vegagerðin býður hér með út vinnu við yfirferð, endurskoðun og uppfærslu fyrirliggjandi frumdraga vegna Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, frá Álftanesvegi að Lækjargötu.

<>

Um er að ræða samræmingu hönnunarvinnu og greininga úr tvennum frumdrögum, annars vegar mislægum lausnum í núverandi vegstæði skv. gildandi aðalskipulagi og hins vegar jarðgöngum í gegnum Setbergshamar. Verkefnið er hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og á grundvelli matsþátta og verðs . Ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en maí 2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með fimmtudeginum 10. október 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. nóvember 2024.

Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þann 26. nóvember  2024 verður bjóðendum tilkynntar niðurstöður stigagjafar og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.