Home Fréttir Í fréttum Borgin fær 3,3 milljarða fyrir Vesturbugt

Borgin fær 3,3 milljarða fyrir Vesturbugt

53
0
Teikningar að Vesturbugt við Gömlu höfnina. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Til­boð fé­lags­ins M3 fast­eignaþró­un­ar ehf. í bygg­ing­ar­rétt við Vest­ur­bugt við Gömlu höfn­ina í Reykja­vík var samþykkt af borg­ar­ráði í gær.

<>

Lóðirn­ar í Vest­ur­bugt eru Hlés­gata 1 og 2. Heim­ilt er að byggja allt að 177 íbúðir í tveggja til fimm hæða hús­um auk bíla­kjall­ara og um 1.420 fer­metra af at­vinnu­hús­næði.

Bygg­ing­ar­rétt­ur er seld­ur á rúm­lega 2,8 millj­arða og álögð gatna­gerðar­gjöld eru um 330 millj­ón­ir. Greiðslur til Reykja­vík­ur­borg­ar nema því um 3,2 millj­örðum króna, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá borg­inni.

Að lág­marki 25% íbúða á bygg­ing­ar­reitn­um eiga að vera leigu­íbúðir sam­kvæmt deili­skipu­lagi. Þar af eiga Fé­lags­bú­staðir kauprétt á allt að 14 íbúðum og Fé­lags­stofn­un stúd­enta á kauprétt á allt að 50 íbúðum.

Fram kem­ur að upp­bygg­ing í Vest­ur­bugt hafi verið nokkuð lengi á dag­skrá en bygg­inga­rétt­ur­inn var boðinn út að nýju í júlí og var M3 fast­eignaþróun ehf. Hæst­bjóðandi.

„Síðasti þétt­ing­ar­reit­ur­inn“
„Það er frá­bært að geta nú loks­ins hafið hönn­un og byrjað að skipu­leggja upp­bygg­ingu á þess­um ein­stöku bygg­ing­ar­reit­um við vest­ur­höfn­ina við miðborg Reykja­vík­ur,“ seg­ir Örn V. Kjart­ans­son fram­kvæmda­stjóri M3 fast­eignaþró­un­ar ehf., í til­kynn­ing­unni.

„Segja má að þetta sé síðasti þétt­ing­ar­reit­ur­inn í miðborg­inni og í raun ein­stakt að geta boðið íbúðir til sölu þetta ná­lægt gömlu höfn­inni í Reykja­vík. Ef vel geng­ur með hönn­un má gera ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir hefj­ist snemma vors á næsta ári,” bæt­ir hann við.

Heimild: Mbl.is