Home Fréttir Í fréttum Fleiri hlynntir en andvígir borgarlínu

Fleiri hlynntir en andvígir borgarlínu

37
0
Fleiri eru áfram hlynntir borgarlínu en andvígir. Fleiri karlar eru þó andvígir en hlynntir og talsverður munur er eftir afstöðu fólks eftir búsetu, aldri og menntun. Teikning/Borgarlínan

Örlítið fleiri eru hlynnt­ir en and­víg­ir borg­ar­línu og hef­ur stuðning­ur­inn við slík­ar fram­kvæmd­ir aðeins auk­ist frá fyrra ári. Hins veg­ar hef­ur stuðning­ur­inn minnkað nokkuð sé horft nokk­ur ár aft­ur í tím­ann. Íbúar í Reykja­vík eru áber­andi hlynnt­ari borg­ar­lín­unni en íbú­ar ná­granna sveit­ar­fé­laga Reykja­vík­ur. Þó eru fleiri hlynnt­ir borg­ar­línu en and­víg­ir á öllu höfuðborg­ar­svæðinu, en íbú­ar á lands­byggðinni eru frek­ar and­víg­ir hug­mynd­inni en hlynnt­ir.

<>

Þetta er meðal þess sem sjá má í könn­un Maskínu um af­stöðu lands­manna til borg­ar­línu, en fyr­ir­tækið hef­ur verið með slík­ar mæl­ing­ar um ára­skeið.

Stuðning­ur auk­ist ör­lítið á milli ára

Í nýj­ustu könn­un­inni, sem fram­kvæmd var í síðasta mánuði, segj­ast 37% lands­manna hlynnt­ir borg­ar­línu. 30% eru í meðallagi hlynnt­ir og 33% and­víg­ir.

Á sama tíma í fyrra voru 36% hlynnt­ir, 28% sögðust í meðallagi hlynnt­ir og 36% voru and­víg­ir.

Þegar horft er til ár­anna 2018-2021 voru á bil­inu 45-54% hlynnt­ir og 22-28% and­víg­ir.

Bú­seta skipt­ir miklu um af­stöðu fólks til borg­ar­línu­verk­efn­is­ins. Í Reykja­vík er næst­um helm­ing­ur sem seg­ist hlynnt­ur verk­efn­inu, eða 48%. 20% segj­ast í meðallagi hlynnt­ir og 32% eru and­víg­ir.

Í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um Reykja­vík­ur eru tals­vert færri hlynnt­ir, eða 36% á móti 35% sem eru and­víg­ir. Enn eru því fleiri hlynnt­ir en and­víg­ir. Á lands­byggðinni eru hins veg­ar 25% hlynnt­ir fram­kvæmd­inni og 34% and­víg­ir.

Fleiri karl­ar and­víg­ir en hlynnt­ir

Afstaða kynj­anna er nokkuð jöfn þegar kem­ur að því að vera hlynnt­ur borg­ar­línu, eða um 37% hjá báðum kynj­um.

Kon­ur eru hins veg­ar mun lík­legri til að vera í meðallagi hlynnt­ar fram­kvæmd­inni meðan karl­ar eru mun lík­legri til að vera and­vígi.

Þannig eru 39,8% karla and­víg­ir borg­ar­línu og eru þeir þar með fleiri en þeir sem eru hlynnt­ir.


Örlítið fleiri eru hlynnt­ir en and­víg­ir borg­ar­línu og hef­ur stuðning­ur­inn við slík­ar fram­kvæmd­ir aðeins auk­ist frá fyrra ári. Hins veg­ar hef­ur stuðning­ur­inn minnkað nokkuð sé horft nokk­ur ár aft­ur í tím­ann. Íbúar í Reykja­vík eru áber­andi hlynnt­ari borg­ar­lín­unni en íbú­ar ná­granna sveit­ar­fé­laga Reykja­vík­ur. Þó eru fleiri hlynnt­ir borg­ar­línu en and­víg­ir á öllu höfuðborg­ar­svæðinu, en íbú­ar á lands­byggðinni eru frek­ar and­víg­ir hug­mynd­inni en hlynnt­ir.
Þetta er meðal þess sem sjá má í könn­un Maskínu um af­stöðu lands­manna til borg­ar­línu, en fyr­ir­tækið hef­ur verið með slík­ar mæl­ing­ar um ára­skeið.
Stuðning­ur auk­ist ör­lítið á milli ára
Í nýj­ustu könn­un­inni, sem fram­kvæmd var í síðasta mánuði, segj­ast 37% lands­manna hlynnt­ir borg­ar­línu. 30% eru í meðallagi hlynnt­ir og 33% and­víg­ir.
Á sama tíma í fyrra voru 36% hlynnt­ir, 28% sögðust í meðallagi hlynnt­ir og 36% voru and­víg­ir.
Þegar horft er til ár­anna 2018-2021 voru á bil­inu 45-54% hlynnt­ir og 22-28% and­víg­ir.
Bú­seta skipt­ir miklu um af­stöðu fólks til borg­ar­línu­verk­efn­is­ins. Í Reykja­vík er næst­um helm­ing­ur sem seg­ist hlynnt­ur verk­efn­inu, eða 48%. 20% segj­ast í meðallagi hlynnt­ir og 32% eru and­víg­ir.
Í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um Reykja­vík­ur eru tals­vert færri hlynnt­ir, eða 36% á móti 35% sem eru and­víg­ir. Enn eru því fleiri hlynnt­ir en and­víg­ir. Á lands­byggðinni eru hins veg­ar 25% hlynnt­ir fram­kvæmd­inni og 34% and­víg­ir.
Fleiri karl­ar and­víg­ir en hlynnt­ir
Afstaða kynj­anna er nokkuð jöfn þegar kem­ur að því að vera hlynnt­ur borg­ar­línu, eða um 37% hjá báðum kynj­um.
Kon­ur eru hins veg­ar mun lík­legri til að vera í meðallagi hlynnt­ar fram­kvæmd­inni meðan karl­ar eru mun lík­legri til að vera and­vígi.
Þannig eru 39,8% karla and­víg­ir borg­ar­línu og eru þeir þar með fleiri en þeir sem eru hlynnt­ir.
Niðurstöður úr könnunum Maskínu um afstöðu fólks til borgarlínuverkefnisins.
Niður­stöður úr könn­un­um Maskínu um af­stöðu fólks til borg­ar­línu­verk­efn­is­ins. Graf/​Maskína

Andstaðan eykst með aldri

Andstaða við borg­ar­línu hækk­ar með aldri og er mest í hópi 60 ára og eldri, eða 44,6%. Þeir sem eru hlynnt­ir eru hins veg­ar flest­ir í yngri ald­urs­hóp­um og eru 44,5% þeirra sem eru 30-39 ára hlynnt­ir borg­ar­línu.

Þá er stuðning­ur við borg­ar­línu mun meiri hjá fólki sem er komið með há­skóla­próf (53,7% en þeim sem hafa efstu mennt­un sem fram­halds­skóla­próf (30,3%) eða grunn­skóla­próf (20,4%).

Stuðnings­fólk VG, Pírata og Sam­fylk­ing­ar já­kvæðast

Stuðning­ur við borg­ar­línu er mest­ur hjá kjós­end­um Vinstri grænna (85,9%), Pírata (67,3%) og Sam­fylk­ing­ar (64,4%). Fæst­ir stuðnings­menn Miðflokks­ins eru hins veg­ar hlynnt­ir borg­ar­línu, eða aðeins 7% og hjá Sjálf­stæðis­flokki þar sem stuðning­ur­inn er 22,1%.

Könn­un­in var fram­kvæmd dag­ana 16. til 24. sept­em­ber og voru svar­end­ur 1.067. Könn­un­in var lögð fyr­ir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhóp­ur fólks sem dreg­inn er með til­vilj­un úr þjóðskrá. Svör eru veg­in sam­kvæmt mann­fjölda­töl­um Hag­stofu um kyn, ald­ur, bú­setu og mennt­un.

Heimild: Mbl.is