Home Fréttir Í fréttum Aðstoð skyldmenna við íbúðakaup eykst

Aðstoð skyldmenna við íbúðakaup eykst

39
0
Gögn benda til þess að aðstoðin hafi orðið sífellt veglegri með árunum mbl.is/Sigurður Bogi

Meiri­hluti ungs fólks sem kaup­ir sína fyrstu íbúð virðist njóta fjár­hags­legr­ar aðstoðar skyld­menna við kaup­in.

<>

Gögn benda til þess að aðstoðin hafi orðið sí­fellt veg­legri með ár­un­um og er áætluð fjár­hags­leg aðstoð við fyrstu kaup­end­ur að meðaltali um það bil þre­falt hærri að nafn­v­irði í ár og í fyrra en fyr­ir rúm­um ára­tug síðan.

Þess­ar upp­lýs­ing­ar koma fram á minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins sem sent hef­ur verið til fjár­laga­nefnd­ar í tengsl­um við fjár­laga­vinn­una. Byggt er á töl­um Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar og álagn­ing­ar­skrám í grein­ingu á fyrstu kaup­end­um.

„Fyrstu íbúðakaup­um hef­ur fjölgað það sem af er þessu ári þrátt fyr­ir hátt vaxta­stig. Vís­bend­ing­ar eru um að meiri­hluti fyrstu kaup­enda njóti ein­hvers kon­ar aðstoðar við að fjár­magna kaup­in, t.d. frá skyld­menn­um, og að um­fang aðstoðar­inn­ar hafi vaxið und­an­far­in tvö ár.

Ólíkt því sem ef til vill mætti álykta af umræðunni er hlut­fall ungs fólks sem á fast­eign nú með mesta móti miðað við und­an­far­in 15 ár.

Hlut­fall ungs fólks sem á fast­eign hef­ur lítið breyst und­an­far­in tvö ár og mun lík­lega ekki breyt­ast mikið í ár held­ur. Hér er horft til ís­lenskra rík­is­borg­ara, en hjá er­lend­um rík­is­borg­ur­um er staðan önn­ur, m.a. þar sem meiri­hluti þeirra hef­ur ekki búið á land­inu nema í nokk­ur ár,“ seg­ir þar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is