Home Fréttir Í fréttum Ný glæsileg fríhöfn opnar á Akureyrarflugvelli n.k laugardag

Ný glæsileg fríhöfn opnar á Akureyrarflugvelli n.k laugardag

60
0
Akureyrarflugvöllur gegnum linsur Harðar Geirssonar Mynd Hörður

Hjördís Þórhallsdóttir flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli segir i morgun í færslu á Facebokarvegg hennar frá opnun nýrrar fríhafnar á flugvellinum. Vikubladid.is fékk leyfi til þess að birta færsluna.

<>

,,Akureyrarflugvöllur er að opna nýja fríhöfn um næstu helgi   Við verðum með frábært vöruúrval þar sem við erum í samstarfi við Fríhöfnina í KEF með vörurnar. Þjónustan við farþegana mun aukast bæði vegna aukins vöruúrvals og þar sem búðin verður opin í öllum millilandaflugum.

Okkar frábæru starfsmenn Akureyrarflugvallar sem sinna flugverndinni fá meiri vinnu þar sem þeir munu einnig fá vaktir í búðinni. Þetta mun leiða til þess að Akureyrarflugvöllur fær meira fjármagn til uppbyggingar.

Nýja fríhöfnin mun hjálpa okkur með að fá meira millilandaflug sem við höfum unnið hart í að takist og er búið að takast rækilega.

Þetta er frábær þróun fyrir Akureyrarflugvöll   Ég þakka hópnum okkar sem gerði þetta að veruleika en mig hefur lengi dreymt um að hafa stærri og flottari fríhöfn á Akureyrarflugvelli sem er í takt við aukinn farþegafjölda.“

Heimild: Vikubladid.is