Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Stígarnir látnir „svífa“ milli hveranna við Geysir

Stígarnir látnir „svífa“ milli hveranna við Geysir

87
0
Verkið verður unnið í þremur áföngum og áætluð verklok allra áfanganna eru í byrjun maí 2025. Ljósmynd/FSRE

Nú standa yfir fram­kvæmd­ir 1. áfanga á Geys­is­svæðinu með gerð göngu­stíga. Eru þeir hannaðir þannig að sem minnst rask verði á hvera­svæðinu, með því að láta þá „svífa yfir“.

<>

Lögð hef­ur verið ný leið að Strokki og liggja stíg­arn­ir að aðkomu­torgi til móts við Þjón­ustumiðstöðina Geysi.

Verkið verður unnið í þrem­ur áföng­um og áætluð verklok allra áfang­anna eru í byrj­un maí 2025.

Í öðrum áfanga verður torgið byggt. Þar verða einnig sett­ir set­bekk­ir og brú yfir læk sem ligg­ur fram hjá.

Útboði er ekki lokið en kostnaðaráætl­un ger­ir ráð fyr­ir 120 millj­ón­um í þann áfanga. Í 3. áfanga verður farið í fram­kvæmd­ir sem snúa að aðbúnaði ferðafólks við Strokk.

Til­boð upp á 247 millj­ón­ir

Um­hverf­is­stofn­un er fram­kvæmd­araðili og Fram­kvæmda­sýsl­an Rík­is­eign­ir (FSRE) er um­sjón­araðili.

Land­mót­un sf. sá um hönn­un og Wii­um ehf. er verktaki 1. áfanga. Til­boð þeirra var upp á 247 millj­ón­ir, sem var aðeins und­ir kostnaðaráætl­un.

Áætlaður kostnaður við 2. áfanga er sem fyrr seg­ir 120 millj­ón­ir króna.

Heimild: Mbl.is