Home Fréttir Í fréttum Mikill vöxtur á 18 árum

Mikill vöxtur á 18 árum

75
0
Arnar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda AÞ-Þrifa, segir hreingerningarekstrinn ganga út á að veita góða þjónustu. mbl.is/Eyþór

„Fyr­ir­tækið var form­lega stofnað árið 2006, en fjór­um árum áður byrjaði ég með gluggaþvottaþjón­ustu þar sem ég keyrði á milli stiga­húsa með gluggaþvottakúst í hendi og þreif glugga.

<>

Þannig var starf­sem­in til að byrja með svo vatt hún held­ur bet­ur upp á sig,“ seg­ir Arn­ar Þor­steins­son, fram­kvæmd­ar­stjóri og einn eig­enda hrein­gern­inga­fyr­ir­tæk­is­ins AÞ-Þrifa, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Það er óhætt að segja á þess­um 18 árum hafi mikið vatn runnið til sjáv­ar, þar sem nú starfa 250 starfs­menn hjá fyr­ir­tæk­inu við all­ar teg­und­ir hrein­gern­inga; gluggaþvott, ræst­ing­ar, iðnaðarþrif og mein­dýra­varn­ir fyr­ir ein­stak­linga, fyr­ir­tæki, op­in­ber­ar stofn­an­ir og sveit­ar­fé­lög.

Arn­ar seg­ir að hrein­gern­ing­a­rekst­ur­inn snú­ast fyrst og fremst um að veita góða þjón­ustu, halda viðskipta­vin­um ánægðum og byggja upp góða liðsheild, þegar hann er spurður hver sé lyk­il­inn að vexti fyr­ir­tæk­is­ins.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út á laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is