Home Fréttir Í fréttum Nýbyggð bauð lægst í dæluhús í Bláskógabyggð

Nýbyggð bauð lægst í dæluhús í Bláskógabyggð

224
0
Á Laugarvatni. Ljósmynd/Markaðsstofa Suðurlands

Nýbyggð ehf átti lægsta tilboðið í byggingu dæluhúss á athafnasvæði Bláskógaveitu á Laugarvatni.

<>

Tilboð Nýbyggðar hljóðaði upp á 58,3 milljónir króna en öll innkomin tilboð voru hærri en kostnaðaráætlun Bláskógabyggðar, sem er 42,2 milljónir króna.

Þrjú önnur tilboð bárust í verkið; Stéttafélagið bauð 66,6 milljónir króna, HR smíði 69,4 milljónir og Land og verk 98,4 milljónir.

Verkið felur í sér byggingu staðsteypts tvílyfts húss en einnig þarf að rífa þak á eldra dæluhúsi og smíða þak á báðar byggingarnar.

Sveitarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að taka tilboði Nýbyggðar með fyrirvara um að ekki séu reikningsskekkjur í tilboðinu og að bjóðandi uppfylli hæfiskröfur útboðsgagna.

Heimild: Sunnlenska.is