Home Fréttir Í fréttum Nýr flug­völl­ur í Nuuk stóðst skoðun eft­ir­lits­manna

Nýr flug­völl­ur í Nuuk stóðst skoðun eft­ir­lits­manna

70
0
Þegar nýr flugvöllur kemst í gagnið geta fleiri heimsótt Nuuk. Dansk Meterologisk Institut / DMI

Alþjóðlegir öryggisstaðlar eru í góðu lagi í nýrri flugstöð við flugvöllinn við Nuuk, höfuðstað Grænlands. Brunavörnum er þó enn ábótavant og því frestast opnun flugstöðvarinnar aðeins.

<>

Sérfræðingar frá dönskum samgönguyfirvöldum vörðu gærdeginum í að athuga hvort flugstöðin stæðist alþjóðlegar kröfur um eftirlit með farangri og farþegum. Eins mátu eftirlitsmennirnir hvort ný 2.200 metra löng flugbraut uppfyllti öll skilyrði.

Með nýjum flugvelli hefur verið stigið eitt skref til viðbótar þannig að stærri farþegaþotur geti lent á flugvellinum í Nuuk. Ætlunin er að taka flugstöðina í notkun fljótlega, en fresta þurfti formlegri opnun í dag þar aðeins þótti skorta á að brunavarnir væru í lagi.

Heimild:Ruv.is