Home Fréttir Í fréttum Hundruð áhugasamra kaupenda

Hundruð áhugasamra kaupenda

97
0
Svona munu fyrstu tvö fjölbýlishúsin við Bygggarða líta út fullkláruð. Sala á íbúðum hefst um helgina. Tölvumynd/Onno

„Þetta er flott­asta verk­efni sem ég nokkru sinni tekið þátt í,“ seg­ir Daði Hafþórs­son, lög­gild­ur fast­eigna­sali hjá Eignamiðlun.

<>

Um síðustu helg­i hófst sala á fyrstu íbúðunum í Gróttu­byggð á Seltjarn­ar­nesi. Ráðgert er að um 500 manns muni búa í þessu nýja hverfi þegar fram líða stund­ir.

Þar verða byggðar alls um 170 íbúðaein­ing­ar en í þess­um fyrsta hluta fara 59 íbúðir í sölu sem Já­verk hef­ur byggt. Um er að ræða tvö fjöl­býl­is­hús og þrjú fjór­býl­is­hús. Fyrsta húsið verður af­hent í haust.

Fjöl­býl­is­hús­in eru næst sjón­um og blasa við þegar keyrt er áleiðis að hinu vin­sæla úti­vist­ar­svæði við Gróttu. „Þetta er al­veg í nátt­úr­unni og flest­ar íbúðirn­ar eru með frá­bært út­sýni út á sjó. Þá er stutt í úti­vist­ar­svæðin,“ seg­ir Daði.

Fjöl­býl­is­hús­in eru til vinstri en fjór­býl­is­hús­in þrjú til hægri á mynd­inni. Tölvu­mynd/​Onno

Vandað hef­ur verið til verka við bygg­ingu hús­anna að hans sögn. Þau eru byggð eft­ir Svans­vott­un­ar­kerf­inu og nostrað er við hvert smá­atriði. Þannig eru íbúðir með auk­inni loft­hæð og loft­skipta­kerfi sem ger­ir fólki kleift að fá ferskt loft inn þótt glugg­ar séu lokaðir. Þá er sér­stök ein­angr­un í loft­um sem bæt­ir hljóðvist. Öll tæki og inn­rétt­ing­ar eru af vönduðustu gerð.

Þær dýr­ustu á 200 millj­ón­ir

Bíla­stæði í kjall­ara fylg­ir með íbúðunum í fjöl­býl­is­hús­un­um og sum­um íbúðum fylgja tvö stæði. Tvö baðher­bergi eru í sum­um íbúðum og fata­her­bergi. Stærð íbúðanna er frá 48 fer­metr­um upp í 170 fer­metra. Daði seg­ir aðspurður að verð íbúðanna sé frá 60 millj­ón­um upp í rétt rúm­lega 200 millj­ón­ir.

Skjól­sælt og fal­legt um­hverfi verður í miðri Gróttu­byggð. Tölvu­mynd/​Onno

Hann seg­ir að mik­ill áhugi hafi verið á íbúðum í Gróttu­byggð meðan á bygg­ingu þeirra hef­ur staðið. „Við erum með lista af um 400 áhuga­söm­um kaup­end­um. Það hef­ur verið rosa áreiti á okk­ur.“

Frétt­in birt­ist í Morg­un­blaðinu 30. maí.

Heimild: Mbl.is