Home Fréttir Í fréttum Vilja byggja íbúðir við Eiðistorg

Vilja byggja íbúðir við Eiðistorg

82
0
Seltjarnarnesbær á lóð við Eiðistorg þar sem nú eru grenndargámar og bílastæði. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er hörkufín lóð og við ætl­um að sjá hvað við get­um gert þarna,“ seg­ir Þór Sig­ur­geirs­son, bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi.

<>

Samþykkt var á síðasta fundi bæj­ar­ráðs á Nes­inu að stofna vinnu­hóp um þróun lóða á Eiðis­torgi og á Orkureitn­um svo­kallaða, lóð við Norður­strönd þar sem nú er bens­ín­stöð Ork­unn­ar og Ísbúð Huppu.

Bæj­ar­stjór­inn seg­ir að ein­hug­ur sé um málið í bæj­ar­stjórn og hann seg­ir að spenn­andi verði að sjá hvað komi út úr þess­ari vinnu.

Þór seg­ir að bær­inn eigi lóð á Eiðis­torgi, næst Nes­vegi, þar sem nú eru bíla­stæði og grennd­ar­stöð. Horft er til þess að byggja þar en eng­in út­færsla ligg­ur fyr­ir. Hann seg­ir að leigu­samn­ing­ur vegna Orkureits­ins gildi til 2029 og sá reit­ur verði skoðaður í fram­hald­inu.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is