Vinna við varnargarða við Svartsengi gengur mjög vel og gert er ráð fyrir að garðarnir verði að mestu tilbúnir um miðjan desembermánuð.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu verktakafyrirtækiisins Ístaks, en þar segir að farið sé að fækka í mannskapnum sem starfi við verkefnið.
Enn eru þó um 100 manns við vinnu á svæðinu og starfa á tvískiptum vöktum allan sólarhringinn.
Á vegum Ístaks eru 27 tæki og að minnsta kosti 45 manns við störf. Ístak vinnur einnig að sprungufyllingum í Grindavík um þessar mundir.
Ljósmyndarinn Ragnar Th. Sigurðsson fangaði nokkrar myndir fyrir fyrirtækið af varnagörðunum á dögunum sem sjá má hér fyrir neðan.
Heimild: Sudurnet.net