Home Fréttir Í fréttum Mæla hvort að rafstrengir og línur þoli hraun

Mæla hvort að rafstrengir og línur þoli hraun

53
0
Mastri komið fyrir. mbl.is/Eyþór

Full­trú­ar Landsnets, ásamt fleir­um, standa nú fyr­ir til­raun til þess að meta ör­yggi raf­strengja, há­spennu­mastra og lína á eld­gosa­svæði. Til þess að meta þetta set­ur Landsnet upp möst­ur og gref­ur strengi á svæði þar sem bú­ist er við að hraun muni flæða á næstu dög­um til þess að geta und­ir­búið sig und­ir slík­ar aðstæður í framtíðinni. Um ný­mæli á heimsvísu er að ræða en til­raun sem þessi hef­ur aldrei verið fram­kvæmd áður.

<>

Að verk­efn­inu koma meðal annarra, Landsnet, Verkís, Efla og Há­skóli Íslands.

„Það sem við byrjuðum á að gera er að láta herma hvert hraunið er að fara núna miðað við aðstæðurn­ar uppi á gosstöðvun­um. Þá sjá­um við leiðina sem að það er að fara og ákváðum þar með að grafa há­spennuraf­streng þannig niður í jörðina og ganga frá hon­um eins og gengið er frá hon­um ef að um raun­veru­lega lagn­ingu há­spennuj­arðstrengs væri að ræða.

Með sér­stök­um sandi, dýpt­ina […] og setja jafn­framt hita­mæla með strengn­um og mæla hvað það hitn­ar mikið í kring­um svona raf­streng ef hraun renn­ur yfir hann,“ seg­ir Hall­dór Hall­dórs­son, ör­ygg­is­stjóri Landsnets og formaður neyðarsam­starfs raf­orku­kerf­is­ins í sam­tali við mbl.is.

Til­gang­ur­inn með þessu sé að sjá hvort að streng­ur lifi af hita hrauns­ins og hvað Landsnet hafi lang­an tíma til þess að finna vara­leiðir eða bæta tjónið með því að koma raf­magn­inu á rétt­an stað með ein­hverj­um öðrum hætti.

Hall­dór Hall­dórs­son, ör­ygg­is­stjóri Landsnets og formaður neyðarsam­starfs raf­orku­kerf­is­ins. mbl.is/​Eyþór

„Tilraun sem aldrei hef­ur verið gerð áður í heim­in­um“
„Síðan til viðbót­ar þá erum við líka að setja há­spennu­mast­ur inn í hraun­rás­ina til þess að geta prófað leiðigarða eða varn­argarða sem að við erum í raun og veru búin að hanna í hermi en höf­um ekki getað prófað í raun hvort slík­ir garðar gætu varið möst­ur.

Til viðbót­ar þó að mastrið þoli það, þá erum við líka að kanna hvort að lín­an sem væri þá fyir streng fyr­ir ofan hraun, þá erum við með hita­mæla í sömu hæðum og 130 kílóvolta lín­ur og 220 kílóvolta lín­ur eru strengd­ar í.

Við ætl­um að safna mæligögn­um um hvað hitn­ar mikið og þó að við verj­um mastrið, hvort að lín­an þoli þetta,“ seg­ir Hall­dór. Með þess­um mæl­ing­um sé hægt að setja þær upp­lýs­ing­ar inn í hönn­un­ar­for­send­ur og ákv­arða hvaða vír þurfi við aðstæður sem þess­ar, hvaða hita hann skuli geta þolað.

„Þetta er til­raun sem aldrei hef­ur verið gerð áður í heim­in­um, alltaf verið gerð í ein­hverj­um hermilíkön­um þannig þetta yrðu ansi verðmæt­ar upp­lýs­ing­ar, ekki bara fyr­ir okk­ur held­ur önn­ur sam­fé­lög þar sem hætta er á eld­gos­um. Þetta er vís­inda­verk­efni þar sem niður­stöðurn­ar verða gefn­ar út og kynnt­ar form­lega þannig að aðrir munu geta notað þetta,“ seg­ir hann.

Spurður hvort að til­raun­in hafi verið lengi í vinnslu seg­ir hann umræður hafa farið af stað í kring­um hönn­un Suður­nesjalínu tvö. Þegar byrjað hafi að gjósa hafi hraunið eins geta farið í norður eða suður.

„Þá fór­um við að hugsa strax um leiðir, hvernig við gæt­um varið Suður­nesjalínu 1 ef að hraunið færi að renna þarna niður eft­ir. Svo fór það ekki að renna í þá átt­ina þannig að þá ákváðum við hjá Landsneti í sam­ráði við al­manna­varn­ir að nota samt tæki­færið og reyna að gera al­vöru til­raun­ir í kring­um gosið eins og það er núna og ná okk­ur í þekk­ingu og upp­lýs­ing­ar,“ seg­ir Hall­dór.

Von­ast er til að hraunið flæði þarna yfir þarnæstu helgi. mbl.is/​Eyþór

Meg­in niður­stöður vænt­an­leg­ar um miðjan ág­úst
Hann seg­ir verk­efnið nokkuð stórt.

„Við feng­um til liðs við okk­ur strax Ara Guðmunds­son hjá Verkís og Jón Hauk hjá Eflu sem hafa verið að vinna með okk­ur al­mennt þannig þeir eru með grunnupp­lýs­ing­ar og þekk­ingu og síðan Þor­vald og Ármann dok­tora í eld­fjalla­fræðum hjá há­skól­an­um,“

Bú­ist er við því miðað við hraun­líkön að hraun muni renna yfir svæðið um þarnæstu helgi, mæl­ing­ar verða í full­um gangi all­an tím­ann og fylgst verður vel með svæðinu.

„Fljót­lega upp úr því þá sjá­um við hvort að jarðstreng­ur­inn lif­ir af um leið og það fer auðvitað yfir og svo verðum við bara með stöðugar mæl­ing­ar á meðan að hraunið er heitt og ferskt og svo nátt­úru­lega kol­ar það sig og kóln­ar. Við verðum með stöðugar mæl­ing­ar þangað til að eðli­leg­ur um­hverf­is­hiti er kom­inn á svæðið,“ seg­ir Hall­dór.

Meg­in niður­stöður til­raun­ar­inn­ar eru vænt­an­leg­ar um miðjan ág­úst.

Heimild: Mbl.is