Home Fréttir Í fréttum Sveiflast í byggingarkrana í skjálftunum

Sveiflast í byggingarkrana í skjálftunum

156
0
Horft í átt að Reykjanesinu úr byggingarkrananum. Myndina tók Björn Ingi sem segist ánægður með útsýnið. Ljósmynd/Björn Ingi

Björn Ingi Hilm­ars­son leik­ari var stadd­ur uppi í 60 metra bygg­ing­ar­krana í morg­un þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,8 reið yfir. Hann fann vel fyr­ir skjálft­an­um og seg­ir í sam­tali við mbl.is að bygg­ing­ar­kran­inn hafi sveifl­ast eins og tré í vindi. Hann hafi þó verið hvergi smeyk­ur.

<>

Bygg­ing­ar­kran­inn, sem er um 60 metra hár, er staðsett­ur í miðbæ Reykja­vík­ur á horni Lauga­vegs og Vatns­stígs.

Sveifl­ast eins og tré í vindi
Björn Ingi, sem er sum­ar­starfsmaður á bygg­ing­ar­kran­an­um, seg­ist hafa fundið vel fyr­ir jarðskjálft­an­um sem varð klukk­an tutt­ugu mín­út­ur yfir átta í morg­un. Var hann 4,8 að stærð og átti upp­tök sín und­ir Fagra­dals­fjalli.

„Það hrist­ist allt og kran­inn sveiflaðist til eins og tré í vindi,“ seg­ir Björn Ingi.

Heyrði af skjálft­an­um í út­varp­inu
Aðspurður seg­ist Björn Ingi ekki hafa fundið mikið fyr­ir öðrum skjálft­um sem riðið hafa yfir í dag.

„Svona bygg­ing­ar­krani er í raun alltaf eitt­hvað að hrist­ast á meðan maður er að vinna og hífa upp alls kon­ar hluti. Mögu­lega var ég með kran­ann á hreyf­ingu og fann því ekki jafn mikið fyr­ir hinum skjálftun­um.“

Hann hafi ekki vitað hvaðan á sig stæði veðrið þegar kran­inn fór á fleygi­ferð um hálf­níu­leytið í morg­un.

„Ég var kom­inn upp í kyrr­stæðan kran­ann þegar hann fer skyndi­lega á fulla ferð og hrist­ist all­ur. Þá heyrði ég í út­varp­inu að um væri að ræða jarðskjálfta og áttaði mig. Eft­ir á fannst mér þetta dá­lítið fyndið.“

Frá­bært út­sýni ef eld­gos hefst
Björn Ingi seg­ist hvergi hafa verið smeyk­ur þrátt fyr­ir að vera stadd­ur í þess­ari miklu hæð.

„Maður held­ur sér bara í og von­ar það besta. Nei, ég segi svona. Ég hef aldrei áður verið í krana af þess­ari stærðargráðu í jarðskjálfta af þess­ari stærðargráðu. Ég hugsa að þetta sé alls ekki gam­an ef skjálft­arn­ir verða enn öfl­ugri,“ seg­ir Björn Ingi og bæt­ir við að bygg­ing­ar­kran­ar séu þó hannaðir til þess að standa af sér ým­is­legt.

Hann veigr­ar sér ekki við því að fara aft­ur upp í kran­ann á morg­un þrátt fyr­ir að lík­ur séu á því að skjálfta­hrin­an haldi áfram. Úr kran­an­um horf­ir hann í átt að gossvæðinu.

Þú verður kannski fyrst­ur til að sjá eld­gosið ef það hefst?

„Ég er að von­ast eft­ir því, ég er alla­vega með mjög gott út­sýni ef eitt­hvað skyldi ger­ast.“

Heimild: Mbl.is