Home Fréttir Í fréttum Óttast að 35 þúsunda markmið stjórnvalda sé að renna út í sandinn

Óttast að 35 þúsunda markmið stjórnvalda sé að renna út í sandinn

138
0
Háir vextir auka líkurnar á því að almennir verktakar dragi úr umsvifum. RÚV – Kikkó/Siggi

Stjórnvöld hafa sett það markmið að byggja 10 þúsund íbúðir næstu tíu árin. ASÍ óttast að það markmið náist ekki og að ekki takist að fullnægja eftirspurn næstu ár þar sem útlit er fyrir að verktakar þurfi að draga saman seglin vegna hárra vaxta.

<>

Áform stjórnvalda um uppbyggingu 35 þúsund íbúða næstu tíu árin eru ólíkleg til að ganga eftir segir í nýrri hagspá ASÍ. Fyrirséð er að verktakar dragi saman seglin og þurfa stjórnvöld að grípa inn í til að tryggja framboð – ekki síst á leigumarkaði.

Hagspá ASÍ er í takt við aðrar hagspár sem birst hafa undanfarið. Spáð er 3,1 prósenta hagvexti í ár og þrálátri verðbólgu sem verður 7,1 prósent í árslok. Vöxtur einkaneyslu minnkar enda dregst kaupmáttur saman sökum mikillar verðbólgu og aukinnar vaxtabyrði.

Róbert Farestveit er aðalhagfræðingur ASÍ.
RÚV – Grímur Jón Sigurðsson

Staldrað er sérstaklega við húsnæðismarkaðinn í hagspánni og segir að ólíklegt sé að markmið stjórnvalda um byggingu 35 þúsund íbúða næstu tíu árin gangi eftir. Þar kemur einkum tvennt til. Annars vegar hröð fólksfjölgun eftir faraldur sem ekki er útlit fyrir að hægist á og hins vegar að fyrirséð er að verktakar dragi saman seglin á næstu misserum vegna hárra vaxta og minni eftirspurnar.

Húsnæðismarkaðurinn verði því áfram í spennitreyju. „Fasteignaverð leiðréttist ekki jafn hratt en þetta gæti líka leitt til frekari þrýstings til dæmis á leigumarkaði og að leigumarkaðurinn verði þaninn á næstu misserum líka,“ segir Róbert Farestveit er aðalhagfræðingur ASÍ.

Þörf á inngripi stjórnvalda
Til að koma jafnvægi á markaðinn þurfi stjórnvöld að grípa inn í. Bæði að tryggja nægt lóðaframboð og með því að styðja við uppbygggingu leiguíbúða.

„Ef almennu verktakarnir draga úr sínum umsvifum þá blasir við að hið opinbera þyrfti að stíga inn með auknum stofnframlögum til að hvetja til uppbyggingar hjá almennum og óhagnaðardrifnum leigufélögum. “

Heimild: Ruv.is