F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Víkurvegur – Borgavegur – Hringtorg Gatnagerð, lagnir og yfirborðsfrágangur, útboð nr. 15828
Lauslegt yfirlit yfir verkið
Framkvæmdin felur í sér gerð hringtorgs á gatnamótum Víkurvegar og Borgavegar í Grafarvogi í stað núverandi ljósastýrðra gatnamóta og stækkun núverandi hringtorgs á Víkurvegi við innkeyrslu á lóð Egilshallar.
Við gerð nýja hringtorgsins verður stígakerfið umhverfis gatnamótin endurgert í samræmi við breytingarnar og gönguleiðir yfir götur útfærðar þannig að öryggi sér tryggt. Hringtorgið við Egilshöll verður stækkað og svæðið á milli hringtorganna að austanverðu endurgert að mestu leyti.
Endurgerðin felst í endurbættum stofnstíg á milli hringtorganna, lengingu núverandi strætóvasa að biðstöð, gerð biðsvæðis fyrir strætisvagna og gerð stíga og hjólastæðis við biðstöð. Samfara þessum framkvæmdum verður gengið frá heimæðum á köldu vatni, fráveitu og rafmagni í biðstöð. Núverandi rafstrengir á framkvæmdasvæði verða settir í hlífðarhólka til að hafa þá rekstrarhæfa á framkvæmdartíma en raflagnaskápar verða endurnýjaðir.
Helstu magntölur verksins eru:
• Upprif malbiks 4.300 m2
• Upprif á steyptri stétt 490 m2
• Upprif á kantsteini 1.000 m
• Uppgröftur 2.000 m3
• Malarfylling 1.300 m3
• Púkkmulningur 1.500 m2
• Malbik 6.100 m2
• Kantsteinn 250 m
• Steypt stétt 1.500 m2
• Hellu- og steinlagnir 500 m2
• Þökulögn 1.500 m2
• Lagnir- Uppgröftur 800 m3
• Lagnir- Fylling 300 m3
• Fráveitulagnir 100 m
• Kaldavatnslagnir 90 m
• Uppsetning ljósastólpa 16 stk.
Verklok 1. nóvember 2023
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 14:00 þann 16. maí 2023.
Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 10:00 þann 30. maí 2023.