Home Fréttir Í fréttum Annie Mist byggir glæsihús í Garðabæ

Annie Mist byggir glæsihús í Garðabæ

292
0
Annie Mist Þórisdóttir er að byggja í Garðabænum. Ljósmynd/Samsett

Ein hraust­asta kona Íslands, Annie Mist Þóris­dótt­ir, festi kaup á fok­heldu glæsi­húsi í Garðabæ ásamt unn­asta sín­um, Frederik Emil Ægidius. Húsið er 271 fm að stærð og er á tveim­ur hæðum. Annie Mist varð heims­fræg þegar hún sigraði heims­leik­ana í Cross­Fit 2011 í Los Ang­eles.

<>
Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um af fast­eigna­vef mbl.is mun húsið verða klætt með læstri ál­klæðningu.

Hinn marg­verðlaunaði Pálm­ar Krist­munds­son er arki­tekt húss­ins. 2021 hlaut hann hina eft­ir­sóttu Prins Eu­gen-orðu fyr­ir framúrsk­ar­andi fram­lag til bygg­ing­ar­list­ar. Orðan er veitt ár­lega af sænsku kon­ungs­fjöl­skyld­unni til fimm ein­stak­linga frá Norður­lönd­un­um fyr­ir fram­lag sitt til list­sköp­un­ar.

Þessi mynd er tölvu­teiknuð og birt­ist á mbl.is þegar húsið var aug­lýst til sölu. Hér sést hvað út­sýnið úr hús­inu er fal­legt.

Það er því ekki skrýtið að Annie Mist og Frederik hafi fallið fyr­ir hús­inu. Í aug­lýs­ingu á fast­eigna­vef mbl.is kom fram að húsið væri sér­lega fjöl­skyldu­vænt og státaði af fal­legu út­sýni yfir Urriðavatn í Garðabæ.

Á efri hæð húss­ins er stofa, eld­hús, vinnu­her­bergi, baðher­begi og fjöl­skyldu­her­bergi. Stór­ir glugg­ar prýða húsið og hleypa mik­illi birtu inn. Auk þess er hátt til lofts. Á neðri hæðinni er inn­gang­ur, bíl­skúr, hjóna­her­bergi, geymsla, tvö baðher­bergi og þrjú her­bergi.

Svona lít­ur húsið út í dag enda ekki full­klárað. mbl.is/​MMWJ

Síðan Annie Mist og Frederik festu kaup á hús­inu hafa fram­kvæmd­ir staðið yfir enda margt sem þarf að gera þangað til húsið kemst á bygg­ing­arstig 7. Það er ljóst að það mun ekki væsa um fjöl­skyld­una í nýja hús­inu. Þess má geta að Annie Mist er ekki eini íþróttamaður lands­ins sem býr við Vík­ur­götu því Aron Ein­ar Gunn­ars­son og Krist­björg Jón­as­dótt­ir búa í hús­inu á móti.

Heimild: Mbl.is