Home Fréttir Í fréttum Gert ráð fyrir tíu þúsund íbúum og atvinnustarfsemi

Gert ráð fyrir tíu þúsund íbúum og atvinnustarfsemi

167
0
Keldnaholt. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

„Við ger­um ráð fyr­ir a.m.k. tíu þúsund manna íbúðabyggð og at­vinnu­hús­næði með a.m.k. fimm þúsund störf­um í Keldna­landi,“ seg­ir Davíð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna.

<>

Skila­frest­ur­inn á til­lög­um á fyrra þrepi rann út í síðustu viku og þá komu inn 36 til­lög­ur um skipu­lag hverf­is­ins.

„Núna velj­um við allt að fimm til­lög­ur sem fara áfram á seinna þrep, sem lýk­ur svo í sept­em­ber,“ seg­ir hann.

Hug­mynda­sam­keppn­in er nafn­laus og lýt­ur ströng­um regl­um og því fást ekki nein­ar upp­lýs­ing­ar um hvernig til­lög­ur hafi borist.

Davíð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna ohf. Ljós­mynd/​Aðsend

„Í sept­em­ber, þegar búið er að velja end­an­lega til­lögu, er fyrst hægt að fara að vinna að skipu­lagi fyr­ir svæðið.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is