Landsnet óskar eftir tilboðum í verk vegna viðgerða og endurbóta á tengivirkinu Hamranes í Hafnarfirði sem lýst er í útboðsgögnum þessum auðkennd sem HAM: Viðgerð á tengivirki
Verkið felst í megin atriðum í eftirfarandi:
Þakið er viðsnúið þak klætt tvöföldu lagi af asfaltpappa, einangrun og hellum. Fjarlægja skal hellur og einangrun á efra þaki og endurnýja þakpappa. Endurleggja einangrun og hellur. Taka upp hellur og einangrun við niðurföll á neðra þaki, endurnýja niðurföll ásamt þakpappa þar við og tengja við lagnir innandyra. Endurleggja einangrun og hellur.
Endurnýja frágang þakpappa með fótplötum stálvirkis á efra þaki. Endurbyggja þarf létta gaflveggi. Rif og förgun á núverandi klæðningu og vatnsvarnalagi. Endurklæða með sléttri álplötu á álleiðara kerfi. Gera skal við hraunaða steypta veggi og endurmála. Samhliða þessum verkefnum skal framkvæma nokkrar staðbundnar viðgerðir á rakaskemmdum inni.
Útboðsgögn afhent: | 23.03.2023 kl. 13:30 |
Skilafrestur | 17.04.2023 kl. 14:00 |
Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem aðgengileg eru á útboðsvef Landsnets, utbod.landsnet.is.