Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Varmárvöllur – Nýtt gervigrasyfirborð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Verkið felst í eftirfarandi:
Upptöku gervigrass, innfyllingar og fjaðurlags af núverandi knattspyrnuvelli. Rif á malbiki fyrir nýtt vökvunarkerfi. Jöfnun og lagfæringu jöfnunarlags á velli undir fjaðurlag, ásamt því að steypa nýtt fjaðurlag (in-situ). Útvegun og fullnaðarfrágang gervigrass á núverandi knattspyrnuvöll utanhúss.
Prófun á grasinu að fullnaðarfrágangi loknum til staðfestingar á að það uppfylli fyrirliggjandi kröfur staðals og útboðsgagna.Útvegun og uppsetning á tveimur aðalmörkum auk fjögurra hornfána.
Helstu magntölur:
Upprif og förgun gervigras: 8.588 m2
Nýtt gervigras: 8.588 m2
Verkinu skal að fullu lokið 31. maí 2023 í samræmi við ákvæði útboðsgagna.
Útboðsgögn verða afhent á útboðsvef VSÓ frá og með þriðjudeginum 31. janúar 2023. Tilboðum skal skila gegnum útboðsvefinn eigi síðar en kl. 14:00 þriðjudaginn 2. mars 2023. Ekki verður haldinn opnunarfundur en niðurstöður verða sendar bjóðendum og birtar á vef Mosfellsbæjar.