Opnun tilboða 17. janúar 2023. Steyptar vegaxlir ásamt lögnum fyrir fráveitu og rafbúnað í Almannaskarðsgöng á Hringvegi (1).
Verkið felur í sér gerð steyptra vegaxla ásamt fráveitulögn, ídráttarrörum og jarðstreng þar undir. Við núverandi fráveitukerfi ganganna koma ný niðurföll og sandfangsbrunnar með vatnslás úr járni sem tengjast inn á núverandi jarðvatnslagnir.
Að auki skal færa til núverandi niðurföll í skálum. Leggja skal 11kV jarðstreng fyrir Rarik í vegöxl í gegnum jarðgöngin.
Helstu magntölur verksins eru eftirfarandi:
Niðurföll 14 stk.
Sandfangsbrunnar 7 stk.
Vinna við lagningu jarðstrengs 11 kV 350 m
Vinna við lagningu á 20 mm ljósleiðararöri 1.350 m
Ídráttarrör 32 mm fyrir kantlýsingu 2.650 m
Ídráttarrör 50 mm 6.000 m
Gegnumdráttarbrunnar 2 stk.
Malbik 100 m2
Kantsteinn 2.600 m
Steyptar vegaxlir 2.200 m2
Verkinu skal að fullu og öllu lokið eigi síðar en 20. júní 2023.