Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Kvíslarskóli – Endurnýjun glugga.
Verkið felur í sér; stækkun (síkkun) og endurnýjun á gluggum 1. hæðar, og endurnýjun á gluggum 2. hæðar Kvíslarskóla. Endurnýjun á gluggum 1. hæðar skal unnin í vetur þannig að það raski ekki skólastarfi á hæðinni fyrir ofan. Endurnýjun glugga 2. hæðar skal unnin næsta sumar þegar skólastarf liggur niðri.
Helstu magntölur (magntölur hér einungis til kynningar, bjóðandi skal taka mál af magnskrám og teikningum fyrir tilboðsgerð og sannreyna á staðnum fyrir samningsgerð):
- Fjarlægja glugga ~380 m2, ~350m
- Taka niður veggklæðningu í kringum og undir glugga, merkja og varðveita
- Síkka gluggaop 9 stk. ~70m skurður í útvegg (~42m2 af útvegg fjarlægðir)
- Afhenda nýja glugga skv. útboðslýsingu ~422 m2
- Setja inn nýja glugga ~422 m2, ~370m
- Frágangur í kringum glugga, að utan og innan
- Setja upp klæðningu undir og í kringum glugga
Verkinu skal að fullu lokið 15. ágúst 2023 í samræmi við ákvæði útboðsgagna.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt, frá og með kl. 13:00, föstudaginn 4. nóvember 2022, til þeirra sem þess óska. Senda skal tölvupóst á mos@mos.is, þar sem tilgreina þarf nafn fyrirtækis og tengiliðs. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700.
Kynningarfundur er 10. nóvember 2022 kl. 11:00 í Kvíslarskóla.
Tilboðum skal skilað á netfangið mos@mos.is eða í þjónustuver Mosfellsbæjar, eigi síðar en miðvikudaginn 1. desember 2022 kl. 11:00 og þau opnuð á fundi kl. 11:30 þann sama dag að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.