Verkið er fólgið i byggingu steyptra dælubrunna og dælu- og hreinsistöðvar fyrir fráveitu í Vogum með tilheyrandi lögnum og jarðvinnu og öllum frágangi, ásamt yfirfalls- og ofanvatnslögnum frá dælubrunnum á landi og fjöru, lagningu þrýstilagna að og frá dælubrunnum.
Einnig er fólgið í verkinu uppsetning og tengingar lagna, dæla og rafbúnaðar og annars búnaðar tilheyrandi dælubrunnum og dælu- og hreinsistöð. Verkkaupi leggur til dælur og hreinsibúnað með þrepasíum, grófhreinsun og tilheyrandi búnað, verktaki sér um uppsetningu og tengingar.
Dælu- og hreinsistöð ásamt dælubrunni verður staðsett við núverandi sjóvarnargarð við Hafnargötu og annar dælubrunnur verður staðsettur í Grænuborgarhverfi ofan núverandi sjóvarnargarðs neðan við göturnar Vesturborg og Sjávarborg.
Rjúfa þarf sjóvarnargarða á báðum stöðum á meðan á vinnu stendur við dælubrunn og lagnir, sem síðan skal ganga að fullu frá görðunum í samræmi við það sem áður var. Færa á fram og byggja sjóvarnargarð upp á nýjum stað við Hafnargötu.
Helstu magntölur eru:
Uppgröftur 2520 m3
Fyllingar 2260 m3
Losun klappar 750 m3
Sjóvarnargarður 850 m3
Steypumót 490 m²
Járnabinding 8950 kg
Steinsteypa 107 m³
Fráveitulagnir 432 m
Verkinu er skipt upp í tvo skilaáfanga: Verklok 1. skilaáfanga er eigi síðar en 30. desember 2022 og 2. skilaáfanga og heildarverki eigi síðar en 30. apríl 2023.
Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að senda tölvupóst á netfangið dadi@t-sa.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá þá útboðsgögnin send í tölvupósti.
Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 9. ágúst 2022.
Tilboðum skal skila rafrænt á netfangið dadi@t-sa.is eigi síðar en þriðjudaginn, 30. ágúst 2022 kl. 10:00.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur. Bjóðendum verður því ekki boðið að mæta á opnunarfund en í kjölfar opnunar tilboða verður bjóðendum sent opnunaryfirlit rafrænt.