Home Fréttir Í fréttum Burðarvirki austurálmu rís

Burðarvirki austurálmu rís

199
0
Á þessari teikningu má sjá hvernig austurálman mun tengjast núverandi flugstöð.

Upp­setn­ing á burðar­virki nýrr­ar austurálmu Kefla­vík­ur­flug­vall­ar er haf­in. Austurálm­an er kjall­ari og þrjár hæðir, alls 22 þúsund fer­metr­ar, en hér fyr­ir ofan má sjá teikn­ing­ar af bygg­ing­unni sem er að rísa.

<>

Ístak átti hag­stæðasta til­boð í burðar­virki og veður­kápu húss­ins, tæpa 4,5 millj­arða króna. Heild­ar­kostnaður við austurálmu er áætlaður 21 millj­arður, þar af er fram­kvæmda­kostnaður 18 millj­arðar.

Guðmund­ur Daði Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri viðskipta og þró­un­ar hjá Isa­via, seg­ir fyrsta hluta verk­efn­is­ins fela í sér stækk­un á komu­sal flug­vall­ar­ins þar sem far­ang­urs­bönd­um verður fjölgað úr þrem­ur í fjög­ur, auk þess sem nýju bönd­in muni hafa meiri af­kasta­getu á hvern lengd­ar­metra en þau gömlu.

Þá stækki af­greiðslu­svæði fyr­ir komufar­ang­ur tölu­vert og aðstaða komuf­arþega batni því til muna. Ef áætlan­ir gangi eft­ir verði fyrsti áfangi tek­in í notk­un seinni hluta næsta árs með nýj­um komu­sal.

Heimild: Mbl.is