Home Fréttir Í fréttum Mikið byggt í Hafnarfirðinum

Mikið byggt í Hafnarfirðinum

159
0
Í miðbænum eru í smíðum 23 íbúðir í lágreistum fjölbýlishúsum sem taka mið af eldri byggð. mbl.is/Arnþór

Í Hafnar­f­irði er nú, rétt eins og á höfuðborg­ar­svæðinu öllu, mik­il eft­ir­spurn eft­ir lóðum und­ir íbúðar­hús. Fyr­ir­spurn­ir eru marg­ar og sam­kvæmt því þarf að halda vel á spöðunum í allri skipu­lags­vinnu, sam­kvæmt svör­um sem feng­ust frá Hafn­ar­fjarðarbæ.

<>

Upp­bygg­ing er til dæm­is langt kom­in í Skarðshlíðar­hverf­inu og Valla­hverfið orðið full­byggt. Áætlað er að á Völlum­um, í Skarðshlíð og Hamra­nesi verði um 15 þúsund íbú­ar.

Nýju hverf­in rjúka upp

„Hamra­nes­hverfið er langt á veg komið og geng­ur mjög vel að byggja þar,“ seg­ir Valdi­mar Víðis­son, formaður bæj­ar­ráðs Hafn­ar­fjarðar og verðandi bæj­ar­stjóri síðar á kjör­tíma­bil­inu. Meðal ann­ars er Bjarg íbúðafé­lagið að byggja þar 150 íbúðir og er áætlað að hluti af þeim verði kom­inn í notk­un um næstu ára­mót.

Nýr grunn­skóli í Hamra­nesi er á teikni­borðinu og á hann að taka við nem­end­um úr hverf­inu.

„Ásland 4 er næsta íbúðasvæði sem verður út­hlutað. Þar er gert ráð fyr­ir ein­býl­is- og par­hús­um, raðhús­um og litl­um fjöl­býl­is­hús­um með sér­inn­göng­um og lít­illi sam­eign. Und­ir­bún­ings­vinna stend­ur yfir og ég á von á að við get­um byrjað að út­hluta þar í haust,“ seg­ir Valdi­mar.

Heimild: Mbl.is