Home Fréttir Í fréttum Sérreglur um úthlutanir í Dalshverfi í Reykjanesbæ – Lóðir fara í útboð

Sérreglur um úthlutanir í Dalshverfi í Reykjanesbæ – Lóðir fara í útboð

180
0

Sérreglur munu gilda um lóðarveitingar í þriðja áfanga Dalshverfis og munu þær gilda framar Reglum um lóðaveitingar sem samþykktar voru í bæjarstjórn árið 2017. Lóðir í hverfinu hafa verið auglýstar lausar til umsóknar.

<>

Þannig munu lóðir undir fjölbýlishús verða boðnar út og aðeins lögaðilar geta boðið í þær. Hver aðili og honum tengdir geta aðeins skilað inn einu tilboði í hverja lóð eða reit innan lóðar.

Hægt verður að bjóða í heila fjölbýlishúsalóð sem afmarkast af aðliggjandi götum eða staka byggingarreiti innan lóðar.

Tilboðsverð myndar einkunnargrunn sem hækkar um 10% geti bjóðandi sýnt fram á 5 ára reynslu af sambærilegum verkefnum og 10% sé boðið í heila lóð, segir í reglunum.

Þá mun bjóðandi með hæstu tilboðseinkunn njóta forgangs við úthlutun. Fái tvö eða fleiri tilboð sömu útboðseinkunn fer fram útdráttur. Gangi tilboð til baka eða ógildast af öðrum orsökum er dregið aftur úr innsendum umsóknum. Sé annað gilt tilboð ekki fyrir hendi fer útboð á lóð eða byggingarreit fram á nýju.

Umhverfis- og skipulagsráð metur innsend tilboð og úthlutar lóðum eða byggingarreit- um.

Aðrar reglur munu gilda þegar kemur að einbýlishúsa- og parhúsaloðum. Þær reglur má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

Heimild: Sudurnes.net