Tekjur Harðviðarvals hækkuðu um 27,6% á milli ára og námu 680,5 milljónum á síðasta ári.
Harðviðarval hagnaðist um 90 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 76 milljónir árið 2019. Hagnaður fyrirtækisins fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) nam 111,5 milljónum króna.
Harðviðarval starfar við innflutning og smásölu á parketi, flísum og hurðum í verslun á Krókhálsi 4. Velta fyrirtækisins jókst um 27,6% milli ára og nam 680,5 milljónum króna. Laun og launatengd gjöld námu 68,6 milljónum en starfsmenn fyrirtækisins voru sjö á síðasta ári.
Eignir jukust um 98 milljónir frá fyrra ári og voru um 340 milljónir króna í árslok 2020. Þar af voru fastafjármunir um 7 milljónir og veltufjármunir 333 milljónir.
Eigið fé var 276 milljónir, skuldir 64 milljónir og eiginfjárhlutfallið nam því 81,2%.
Harðviðarval er í meirihlutaeigu Einars Gottskálkssonar og Ásgeir Einarsson fer með fjórðungshlut.
Heimild: Vb.is