Home Fréttir Í fréttum Skap­ar tæki­færi við Hlemm­torgið

Skap­ar tæki­færi við Hlemm­torgið

119
0

Sala á þúsund­um fer­metra af skrif­stofu­hús­næði við Hlemm gæti skapað tæki­færi fyr­ir fjár­festa til að inn­rétta íbúðir á eft­ir­sóttu svæði.

<>

Þetta er mat Magnús­ar Árna Skúla­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Reykja­vík Economics.

Rík­is­kaup hafa óskað eft­ir til­boðum í nokkr­ar hús­eign­ir við Hlemm (sjá teikn­ing­una hér til hliðar) sem eru sam­tals um 8.200 fer­metr­ar.

Skal tekið fram að fleiri aðilar eiga eign­ar­hluti í hús­un­um.

Um­rædd­ar eign­ir hafa hér verið sett­ar inn á teikn­ingu af fyr­ir­huguðu Hlemm­torgi en lokað verður fyr­ir bílaum­ferð að Hlemmi. Með því verður til eitt stærsta torg miðborg­ar­inn­ar en ætl­un­in er að þar verði ýmis þjón­usta í boði.

Nýr og end­ur­gerður Hlemm­ur var tek­inn í notk­un fyr­ir nokkr­um miss­er­um en þar er nú mat­höll.

Fram kom í ViðskiptaMogg­an­um að fjár­fest­ar hefðu keypt hús­næði hostels­ins við Hlemm, á Lauga­vegi 105, fyr­ir 770 millj­ón­ir.

Hyggj­ast þeir inn­rétta allt að 36 íbúðir.

Heimild: Mbl.is