Hrunamannahreppur óskar eftir tilboðum í verkið:
Miðlunargeymis Berghylsfjalli
Verklok eru 30. júní 2022.
Verkið felst í byggingu miðlunargeymis með lokahúsi á Berghylsfjalli, ásamt lagningu jarðlagna og tengingu við núverandi aðveitu vatnsveitu Hrunamannahrepps.
Verkinu er skipt í 2 áfanga.
- áfangi: Leggja vegslóða að vinnusvæði. Jarðvinna vegna mannvirkis og uppsteypa.
- áfangi: Lagnavinna og frágangur húss og umhverfis.
Áfanga 1 skal að fullu lokið: 1. október 2021.
Áfanga 2 skal að fullu lokið: 30. júní 2022.
Verkinu skal að fullu lokið: 30. júní 2022.
Helstu magntölur eru:
Helstu magntölur eru:
Gröftur 2.000 m³
Fyllingar 2.000 m³
Mótasmíði 700 m2
Steypa 120 m3
Vatnslagnir 200 m
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með miðvikudeginum 12. maí 2021. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Guðmund Hjaltason hjá Eflu Suðurlandi í síma 412 6900, eða með tölvupósti á netfangið gh@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Hrunamannahrepps Akurgerði 6, 845 Flúðir fyrir kl. 13:00 miðvikudaginn 2. júní 2021, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Sveitarstjórinn í Hrunamannahreppi