Vinna við uppsteypu er í fullum gangi í grunni meðferðarkjarnans.
“Helstu verkþættir sem nú eru í gangi við uppsteypuna eru áframhaldandi þrif á klöpp og þrifalagssteypur.
Vinna við mótauppslátt og járnabendingu undirstaðna er í fullum gangi og búið er að steypa töluvert af undirstöðum.
Stærsta steypan hingað til var um 350 rúmmetrar en búast má við að þær verði mun stærri þegar kemur ofar í húsið.
Samhliða þessu stendur yfir vinna við jarðskaut og á næstunni hefst svo vinna við fyllingar og lagnir”, segir Eysteinn Einarsson staðarverkfræðingur hjá NLSH.
Heimild: NLSH.is