F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Snorrabraut – Borgartún – áfangi 2, gatnagerð og lagnir, útboð nr. 15112
Yfirlit yfir verkið:
Verkið felur í sér gerð upphækkaðra ljósastýrðra gatnamóta Borgartúns og Snorrabrautar, gerð tengingar Bríetartúns við Snorrabraut og tengingu Bríetartúns að Borgartúni ásamt breytingum á tengingu Hverfisgötu 113 við Snorrabraut. Einnig felst í verkinu gerð göngu- og hjólastíga. Framkvæmdin er hluti af stærri breytingum á gatnakerfi Snorrabrautar, Borgartúns og Bríetartúns frá Sæbraut að Hverfisgötu við Hlemm.
Skipt verður um jarðveg samkvæmt kennisniðum.
Lagðar verða nýjar fráveitulagnir og niðurföll ásamt öðrum veitulögnum í samræmi við útboðsgögn.
Verkið felst í að grafa og fylla í götu og gangstéttar, grafa og fylla vegna fráveitu- hitaveitu-, háspennu- og götulýsingarlagna, leggja fráveitu-, hitaveitu- og götuljósalagnir, grafa fyrir og leggja ídráttarrör vegna umferðarljósa ásamt tengibrunnum, reisa ljósastólpa og umferðarljósastólpa, malbika, leggja kantstein, leggja hellur og ganga frá hliðarsvæðum. Ganga frá yfirborði með götugögnum og öðrum mannvirkjum í samræmi við útboðsgögn.
Helstu magntölur:
- Upprif á malbiki 3.100 m2
- Upprif á hellum 750 m2
- Upprif á kantsteini 850 m
- Gröftur 8.000 m3
- Fylling 6.000 m3
- Púkkmulningur 2.400 m2
- Fráveitulagnir 650 m
- Raflagnir 900 m
- Fjarskiptalagnir 200 m
- Hitaveitulagnir 160 m
- Kaldavatnslagnir 240 m
- Lagning kantsteina 630 m
- Malbikun 4.000 m2
- Hellulögn 2.000 m2
- Ljósastólpar 19 stk
- Umferðarljósastólpar 12 stk
Verklok eru 1. nóvember 2021.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 14:00 þann 26. febrúar 2021.
Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 16. mars 2021.