Heimstaden kaupir leigufélag í eigu Þórs Bjarkar Lopez sem á 35 íbúða blokk í Grafarholti.
Heimstaden, áður Heimavellir, undirritaði fyrr í þessum mánuði kaupsamning vegna kaupa félagsins á Heimkynni ehf., sem leigt hefur út 35 íbúðir í blokk við Þórðarsveig í Grafarholti.
Bókfært virði fjarfestingaeigna Heimkynna í árslok 2020 nam 1,368 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri Heimstaden.
Heimkynni eru í eigu félagsins Bjarkar ehf. sem er í eigu Þórs Bjarkar Lopez. Í ársreikningi Heimkynna fyrir árið 2019 kom fram að eigið fé hafi numið 935 milljónum í lok árs 2019, skuldir 715 milljónum og eignir tæpum 1,65 milljörðum króna.
Samkvæmt vef Heimkynna eru íbúðirnar 35 samtals tæplega þrjú þúsund fermetrar. Þar kemur jafnframt fram að byggingin við Þórðarsveig hafi verið byggð af móðurfélaginu Bjarkar ehf. og tekið í notkun árið 2004.
Heimild: Vb.is