Home Fréttir Í fréttum Boeing „viðbygg­ing“ á Ak­ur­eyri

Boeing „viðbygg­ing“ á Ak­ur­eyri

180
0
Frá Flugsafni Íslands á Ak­ur­eyri. Mynd: mbl.is/​Malín Brand

Fram­hluti Boeing 757-208 þot­unn­ar Surts­eyj­ar, sem Icelanda­ir hef­ur til­kynnt að verði af­hent­ur Flugsafni Íslands á Ak­ur­eyri, á eft­ir að setja mik­inn svip á safnið þegar fram líða stund­ir.

<>

Fram­hlut­inn mun skaga út úr norðurgafli safns­ins og inn­an­gengt verður í þot­una úr safn­inu, að því er fram kem­ur í frétt á Ak­ur­eyri.net.

Stein­unn María Sveins­dótt­ir, safn­stjóri Flugsafns Íslands, seg­ir í sam­tali við Ak­ur­eyri.net að vél­in sé geymd í Kefla­vík en verði flutt norður þegar hent­ar.

Vegna þess að inn­an­gengt verði í vél­ina úr safni telst hún viðbygg­ing og því þurfi bygg­inga­leyfi áður en haf­ist verður handa en ekki er ljóst hvenær hún verður kom­in á sinn stað.

Heimild: Mbl.is