Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbyggingu 1,2 km Urriðafossvegar (302-01), frá Hringvegi að bílaplani við Urriðafoss.
Helstu magntölur eru:
– Skeringar 4.525 m3
– Fláafleygar 2.135 m3
– Fyllingar 2.390 m3
– Styrktarlag 1.565 m3
– Burðarlag 1.515 m3
– Ræsi 24 m
– Tvöföld klæðing 9.475 m2
– Frágangur fláa 12.350 m2
Verklok eru 15. júní 2021.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 18. janúar 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 2. febrúar 2021.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.