Góður gangur er í stækkun frystihúss Jakobs Valgeirs ehf í Bolungavík og var flaggað í gær fyri því að búið er að reisa stálgrindina sem hýsir viðbygginguna. Stækkunin er 25 x 50 metrar.
Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að stefnt væri að því að vinnsla gæti hafist í nýja húsnæðinu um páskana.
Vel gengur að reisa húsið en Jakob Valgeir sagði að tímafrekt væri að koma tveimur tveggja tonna lausfrystum fyrir.
Með þeim eykst frystigetan um 3 – 4 tonn á klst. Kostnaðurinn mun hlaupa á hundruðum milljónum króna.
GÓk húsasmíði í Bolungavík og Vélsmiðjan Þristur á Ísafirði eru helstu verktakarnir en fleiri koma að eins og Vélsmiðjan Mjölnir og Sigurlaugur Baldursson.
Heimild: BB.is