Home Fréttir Í fréttum Krefjast nauðungarsölu á blokk Sturlu

Krefjast nauðungarsölu á blokk Sturlu

774
0
Sturla Sighvatsson fjárfestir og fyrrum forstjóri Heimavalla. Mynd: Haraldur Guðjónsson

Íbúðalánasjóður, nú HNM, lánaði Sturlu Sighvatssyni fyrir blokk við Ásbrú árið 2018 en stofnunin fer nú fram á nauðungarsölu.

<>

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur farið fram á nauðungarsölu á átta íbúðum í fjölbýlishúsi við Grænásbraut 604A, að Ásbrú í Reykjanesbæ.Íbúðirnar eru í eigu Sturlu Sighvatssonar, fyrrum forstjóra leigufélagsins Heimvalla, í gegnum félag hans Grænásbraut 604A ehf.

Kröfur stofnunarinnar vegna íbúðanna átta nema samtals ríflega 105 milljónum króna, en Sturla keypti blokkina, sem telur sextán íbúðir, árið 2018.

Kaupin voru fjármögnuð með um 190 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 50 ára og á hagstæðum kjörum sem eingöngu eru ætluð óhagnaðardrifnum leigufélögum.

Félög í eigu Sturlu hafa áður mátt þola gerðarbeiðnir af þessu tagi, en Viðskiptablaðið fjallaði á liðnu ári um beiðni Lykils fjármögnunar um nauðungarsölu á eignum Efstalands 1 ehf. í Mosfellsbæ.

Heimild: Vb.is