Home Fréttir Í fréttum Eng­inn vildi setja upp fend­era

Eng­inn vildi setja upp fend­era

182
0
Vest­manna­eyj­ar. Hér má sjá fend­er­ana upp­setta. Ljós­mynd/​Vega­gerðin

Eng­inn áhugi virðist vera hjá verk­tök­um að setja upp svo­kallaða fend­era í höfn­um. Í tvígang hafa slík útboð verið aug­lýst á vef Vega­gerðar­inn­ar en eng­in til­boð bár­ust í verk­in.

<>

Fend­er­ar eru viðameiri og betri en það sem venju­lega er sett upp í höfn­um, þ.e.a.s. hjól­b­arðar eða gúmmíslöng­ur og eru til að verja bæði skip og bryggju, upp­lýs­ir G. Pét­ur Matth­ías­son upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar.

Síðan er styrkt­ar­biti langs eft­ir hlið Herjólfs sem ein­mitt er hugsaður til að leggj­ast utan í fend­er­inn þannig að skipið sjálft sé ekk­ert að rek­ast í bryggj­una. Þess­ir fend­er­ar hafa einnig í för með sér að það er fljót­legra fyr­ir skip að leggja að og frá.

Í apríl í fyrra óskaði Vest­manna­eyja­höfn eft­ir til­boðum í upp­setn­ingu á sex fend­er­um á Bása­skers­bryggju, þar sem Herjólf­ur leggst að. Ekk­ert til­boð barst. Sama gerðist þegar Vega­gerðin opnaði ný­lega til­boð í upp­setn­ingu á sex stauraf­end­er­um í Land­eyja­höfn.

„Hugs­an­lega er það tíma­setn­ing­in sem verk­tak­ar eru að horfa á, við vilj­um að þetta sé unnið að vetri til en ekki yfir há­anna­tím­ann á sumr­in því þetta þýðir ein­hverj­ar frá­taf­ir,“ seg­ir G. Pét­ur.

Gengið var í það verk að setja upp fend­er­ana í Vest­manna­eyj­um. Og nú er verið að skoða hvað verður gert í fram­hald­inu varðandi Land­eyja­höfn, því fend­er­arn­ir muni fara upp.

Heimild: Mbl.is