Home Fréttir Í fréttum 41 fyr­ir­tæki gjaldþrota í sept­em­ber

41 fyr­ir­tæki gjaldþrota í sept­em­ber

244
0
5% aukn­ing varð í gjaldþrot­um virkra fyr­ir­tækja á þriðja árs­fjórðungi 2020 sam­an­borið við sama árs­fjórðung síðasta árs. Mynd: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

41 fyr­ir­tæki, sem skráð voru í fyr­ir­tækja­skrá Skatts­ins, voru tek­in til gjaldþrota­skipta í sept­em­ber síðastliðnum. 28 þeirra voru með virkni árið 2019, það er annaðhvort með launþega sam­kvæmt staðgreiðslu­skrá eða veltu sam­kvæmt virðis­auka­skatt­skýrsl­um.

<>

Þetta kem­ur fram í til­rauna­töl­fræði Hag­stof­unn­ar.

Ný­skrán­ing­ar einka­hluta­fé­laga í sept­em­ber­mánuði voru 266 og fjölgaði um 115% frá sept­em­ber 2019.

„Á þriðja árs­fjórðungi, eða frá júlí til sept­em­ber, voru 95 fyr­ir­tæki lýst gjaldþrota. Af þeim voru 58 virk á fyrra ári sem er 5% fleiri en fyr­ir þriðja árs­fjórðung 2019. Þar af voru 18 í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð, 6 í heild- og smá­sölu­versl­un og viðgerðum á vél­knún­um öku­tækj­um, 16 í ein­kenn­andi grein­um ferðaþjón­ustu og 18 í öðrum at­vinnu­grein­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu um málið á vef Hag­stof­unn­ar.

„Fyr­ir­tæki sem urðu gjaldþrota á þriðja árs­fjórðungi voru með um 500 launþega að jafnaði árið 2019, þar af voru um 130 launþegar á fyrra ári í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð og um 190 í ein­kenn­andi grein­um ferðaþjón­ustu.

Fyr­ir fyr­ir­tæki í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð er þetta 70% aukn­ing frá sama árs­fjórðungi 2019 og 35% aukn­ing á fyrri meðal­fjölda launþega fyr­ir­tækja í ein­kenn­andi grein­um ferðaþjón­ustu.

Meðal­fjöldi launþega á fyrra ári hjá fyr­ir­tækj­um í heild- og smá­sölu­versl­un sem lýstu yfir gjaldþroti á þriðja árs­fjórðungi var hins­veg­ar ein­ung­is 11, sem er 85% minna en fyr­ir þriðja árs­fjórðung 2019.“

Heimild: Mbl.is