Home Fréttir Í fréttum 108 millj­arða fjár­fest­ing­ar OR á næstu 6 árum

108 millj­arða fjár­fest­ing­ar OR á næstu 6 árum

154
0
Orku­veit­an ætl­ar að fjár­festa fyr­ir 108 millj­arða á næstu 6 árum. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Orku­veita Reykja­vík­ur mun á næstu sex árum verja um 108 millj­örðum í viðhald og nýj­ar fjár­fest­ing­ar inn­an sam­stæðunn­ar. Þetta kem­ur fram í nýrri fjár­hags­spá sam­stæðunn­ar sem samþykkt var fyr­ir helgi.

<>

Stærst­ur hluti fjár­fest­ing­anna fer í veitu­kerfi, eða 69 millj­arðar, en 28 millj­arðar fara í virkj­an­ir og 11,1 millj­arður í aðrar fjár­fest­ing­ar.

Fyrr í vor var ákveðið að ráðast í sér­stak­ar viðspyrnu­fjár­fest­ing­ar vegna far­ald­urs­ins og nema þær aðgerðir um fjór­um millj­örðum á ár­inu 2021. Er því áætlað að Orku­veit­an fjár­festi sam­tals fyr­ir 21,2 millj­arða það ár.

Árið 2022 er svo áætlað að fjár­fest­ing­ar verði 18,5 millj­arðar, en frá 2023-2026 er áætlað að fjár­fest­ing­ar verði á bil­inu 16,3-17,9 millj­arðar. Til sam­an­b­urðar var fjár­fest­ing árið 2019 19,3 millj­arðar og áætlað er að fjár­fest­ing­ar þessa árs verði 18,5 millj­arðar.

Á sama tíma­bili er gert ráð fyr­ir að vaxta­ber­andi skuld­ir Orku­veit­unn­ar lækki um 26 millj­arða og verði tæp­lega 125 millj­arðar árið 2026.

Á tíma­bil­inu 2021-2026 ger­ir Orku­veit­an ráð fyr­ir að greiða eig­end­um sín­um, Reykja­vík­ur­borg, Akra­nes­kaupstað og Borg­ar­byggð, sam­tals 20,7 millj­arða í arð, en það ger­ir 3,45 millj­arða á ári.

Sam­kvæmt spánni er gert ráð fyr­ir að um 200 störf skap­ist á sunn­an- og vest­an­verðu land­inu vegna viðspyrnu­fjár­fest­inga­verk­efn­is­ins. Stærsta ein­staka verk­efnið á tíma­bil­inu er alls­herj­ar­upp­færsla á orku­mæl­um Veitna, en bú­ist er við því að skipt­in muni taka tvö til þrjú ár og að 25 iðnaðar­menn muni að jafnaði starfa við út­skipt­in, ásamt fleira starfs­fólki.

Í for­send­um sín­um í fjár­hags­spánni er meðal ann­ars byggt á því að verðbólga verði um 2,5% á næstu árum og aðál­verð hækki jafnt og þétt um 30% yfir 6 ára tíma­bilið.

Í ár eru horf­ur á að rekstr­ar­tekj­ur Orku­veit­unn­ar verði um 48,7 millj­arðar, en í spánni er áætlað að þær muni aukast jafnt og þétt og verða 60,2 millj­arðar árið 2026. Er það 23,6% aukn­ing yfir tíma­bilið.

Rekstr­ar­gjöld stefna í 29,6 millj­arða á þessu ári, en áformað er að þau hækki upp í 37,4 millj­arða árið 2026, eða um 26,1%. Miðað við spána er gert ráð fyr­ir 8,1 millj­arða hagnaði í ár og að hann auk­ist jafnt og þétt upp í 15 millj­arða árið 2026.

Heimild: Mbl.is