Home Fréttir Í fréttum Grunnur lagður að nýrri slökkvistöð í Vestmannaeyjum

Grunnur lagður að nýrri slökkvistöð í Vestmannaeyjum

173
0
Ljósmyndir/TMS

Síðustu vikur hefur verið unnið að jarðvegsframkvæmdum við nýja slökkvistöð sem rís bak við þá gömlu.

<>

Nýja slökkvistöðin verður byggð við Þjónustumiðstöð Vestmannaeyjabæjar.
Það er byggingarfyrirtækið 2Þ ehf sem reisir húsið.

Heildarstærð viðbyggingar er 635m2 og endurbætur á eldra húsnæði er um 280m2.

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir að samkvæmt verkáætlun eigi slökkvistöðin að vera afhent í júlí 2021.

Hér má sjá teikningar af byggingunni.

Heimild: Eyjar.net