Home Fréttir Í fréttum Stefnt á að byggja leiguíbúðir á Akranesi fyrir 1,7 milljarða kr.

Stefnt á að byggja leiguíbúðir á Akranesi fyrir 1,7 milljarða kr.

331
0
Mynd: Skagafrettir.is

Bæjarráð Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum tillögur skipulags – og umhverfissráðs vegna tveggja byggingaframkvæmda á almennum íbúðum.

<>

Verkefnin eru metin samtals á rúmlega 1,7 milljarða kr. en eru háð því að stofnframlagsúthlutun komi frá Húsnæðis – og mannvirkjastofnun.

Fyrra verkefnið er í samstarfi við Bjarg íbúðafélag hses. á lóðunum nr. 11 og 17 við Asparskóga.

Síðara verkefnið er í samstarfi við Leigufélag aldraðra hses. um uppbyggingu á leiguíbúðum á lóð við Dalbraut 6.

 

 

Hér fyrir neðan má sjá bókun úr fundargerð vegna málsins.

Bæjarráð samþykkir samstarfsverkefni við Bjarg Íbúðafélag hses. vegna uppbyggingu almennra íbúða samkvæmt lögum nr. 52/2016 á Asparskógum nr. 11. og nr. 17.

Heildarstofnvirði umsóknar Bjargs til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er kr. 646.825.654 og stofnframlag Akraneskaupstaðar er 12% af þeirri fjárhæð eða kr. 77.619.078.

Gatnagerðar- og þjónustugjöld Akraneskaupstaðar vegna úthlutunar lóðanna og uppbyggingarinnar eru kr. 41.228.440 og beint fjárframlag úr sjóð kr. 36.390.638.

Bæjarráð samþykkir að gera breytingar á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar sem þessu nemur og úthlutun lóðanna við Asparskóga nr. 11 og nr. 17 til verkefnisins með þeim fyrirvara að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykki úthlutun stofnframlags til verkefnanna.

Bæjarráð samþykkir samstarfsverkefni við Leigufélag aldraðra hses. vegna uppbyggingu almennra íbúða samkvæmt lögum nr. 52/2016 á byggingarlóðinni við Dalbraut nr. 6.

Heildarstofnvirði umsóknar Leigufélags aldraðra til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er kr. 1.100.639.746 og stofnframlag Akraneskaupstaðar er 12% af þeirri fjárhæð eða kr. 132.076.769.

Gatnagerðar- og þjónustugjöld Akraneskaupstaðar vegna úthlutunar lóðanna og uppbyggingarinnar eru sem nemur stofnframlagi Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir að gera breytingar á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar sem þessu nemur og úthlutun lóðarinnar Dalbraut nr. 6 til verkefnisins með þeim fyrirvara að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykki úthlutun stofnframlags til verkefnisins.

Heimild: Skagafrettir.is