Með því að gera verksamning milli þín og verktaka ert þú að fyrirbyggja ágreining, meðal annars tengt uppgjöri, hvað vinna skal, hugsanleg aukaverk og fleira sem getur komið upp.
Að fá meistara og fagfólk með tilskilin réttindi til starfa er ákveðin trygging fyrir færni, menntun, þekkingu og réttum vinnubrögðum. Félagsmenn Samtaka iðnaðarins eiga, þar að auki, aðild að Ábyrgðasjóði Meistaradeildar SI sem hægt er að leita til ef ekki er skilað verki í samræmi við gerðan samning.
Með því að kynna sér neðangreindar upplýsingar er mögulega hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsamt tjón ef vinna þarf verkið upp á nýtt enda getur fagfólk skipt sköpum í því hver útkoman verður.
Sýnishorn af verksamningi fyrir minni verk – hægt að nota fyrir flest einföld verk (handskrifanleg útgáfa).
Sýnishorn af verksamningi fyrir stærri verk – umfangsmeiri verk þar sem oft er miðað við yfir 5 milljónir króna (handskrifanleg útgáfa).
Gátlisti yfir hvað er gott að hafa í huga við gerð verksamnings
- Stutt verklýsing til að skilgreina verkið sem verktaki á að vinna.
- Hvað kostar verkið? Er þetta tilboðsverð eða tímavinna? T.d. ef um er að ræða tímavinna þá er mikilvægt að tilgreina vinnutíma í samningi.
- Aukaverk – Oft breytist umfang verks eftir að verksamningur er gerður þá er mikilvægt að báðir aðilar samþykki þær breytingar á sérstöku eyðublaði. Sýnishorn af samningi um aukaverk.
Annað sem getur verið gott að hafa í huga
Það sem þú sem verkkaupi ættir að ganga úr skugga um og spyrja meistara um:
- Hvort sá aðili sem kemur til með að vera í forsvari fyrir verkinu sé með meistararéttindi.
- Hvort viðkomandi iðnmeistari geti boðið tryggingu hjá Ábyrgðasjóð MSI.
- Hvort verkið falli undir Lög um mannvirki og byggingarreglugerð og sé þar með leyfisskilt.
- Hvort verkið sé af þeirri stærðargráðu að ábyrgð eiganda falli undir Reglur um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir við tímabundna mannvirkjagerð.
- Hvort hráefni eða íhlutir þurfi að fullnægja kröfum samkvæmt Lögum um byggingarvörur og vera CE merktir.
Frekari upplýsingar
- Hér er hægt að nálgast greina- og hljóðglærusafn SI er varðar mannvirkjagerð.
- Á vef SART er hægt að taka rafmagnsprófið. Neytendur geta tekið rafmagnspróf ef þeir hafa grun um að ekki sé allt eins og best verður á kosið í rafmagnsmálum á heimilinu eða á vinnustað.
Heimild: SI.is