Home Fréttir Í fréttum Sementstank­arn­ir fái nýtt hlut­verk

Sementstank­arn­ir fái nýtt hlut­verk

466
0
Sæv­ar­höfði. Ljós­mynd/​Sig­urður Ólaf­ur Sig­urðsson

Tvö upp­bygg­ing­ar­svæði í Reykja­vík verða hluti af alþjóðlegri hug­mynda­sam­keppni, „Rein­vent­ing Cities“, en það eru græn­ar þró­un­ar­lóðir í Gufu­nesi og við Sæv­ar­höfða. Reykja­vík til­heyr­ir hópi svo­kallaðra C40-borga um heim all­an, sem leggja áherslu á bætta lýðheilsu og sjálf­bærni.

<>

Þró­un­ar­lóðin við Sæv­ar­höfða er nærri 3 þúsund fer­metr­ar. Þarna eru 45 metra há mann­virki, sementsturn­ar, og at­hygli vek­ur að í keppn­is­lýs­ingu eru þeir sagðir geta verið þarna áfram en í nýju hlut­verki í Bryggju­hverfi vest­ur.

Einnig var á lóðinni at­hafna­svæði Björg­un­ar um ára­bil, þar sem sjáv­ar­efni var dælt á land, það unnið og geymt. Björg­un hætti starf­semi þarna í fyrra.

Það var Sements­verk­smiðja rík­is­ins sem reisti sementsturn­ana tvo við Sæv­ar­höfða árið 1967. Þetta var mik­il fram­kvæmd og voru tank­arn­ir steypt­ir með skriðmót­um. Sement var flutt með skip­um frá Akra­nesi og því dælt upp í tank­ana.

Sement­inu var síðan dreift á höfuðborg­ar­svæðinu með sér­út­bún­um bíl­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um tank­ana og hugs­an­lega framtíð þeirra í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is