Home Í fréttum Niðurstöður útboða Samið um viðhald á þaki skóla og sundlaugar á Akranesi

Samið um viðhald á þaki skóla og sundlaugar á Akranesi

303
0
Mynd: Skessuhorn.is

Tilboð í þakviðgerðir Brekkubæjarskóla og Bjarnalaugar á Akranesi voru opnuð á fundi skipulags- og umhverfisráðs á mánudag.

<>

Átti GS Import ehf. lægsta boð í bæði verkin. Fyrirtækið bauð rétt tæpar 5,6 milljónir í viðgerð á þaki Bjarnalaugar en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 6.582 þús. kr.

GS Import bauð tæpar 15,6 milljónir í viðgerð á þaki Brekkubæjarskóla, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tæpar 18,6 milljónir.

Trésmiðjan Akur ehf. bauð tæpa 6,1 milljón í þakviðgerð Bjarnalaugar en SF smiðir ehf. buðu tæpar 7,6 milljónir. Akur bauð tæpar 18,6 milljónir í viðgerð á þaki Brekkubæjarskóla en SF smiðir buðu tæpa rúmlega 21,8 milljónir í það verk.

Sviðsstjóra var falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, GS Import, um verkin.

Heimild: Skessuhorn.is