Home Fréttir Í fréttum Nýtt fjölnota íþróttahús tekið í notkun í Mosfellsbæ

Nýtt fjölnota íþróttahús tekið í notkun í Mosfellsbæ

255
0
Mynd: Mosfellingur.is

Nýtt fjölnota íþróttahús að Varmá í Mosfellsbær var vígt laugardaginn 9. nóvember við hátíðlega athöfn.

<>

Húsið mun valda straumhvörfum í aðstöðu fyrir íþróttaiðkendur í Mosfellsbæ auk þess sem unnt verður að stunda hreyfingu á 250 metra langri göngu- og hlaupabraut á tímum þegar allra veðra er von.

Nýtt fjölnota íþróttahús að Varmá

Húsið, sem er um 4.000 m² að grunnfleti auk innfelldrar lágbyggingar, er sérútbúið til knattspyrnuiðkunar. Þar eru einnig þrjár hlaupabrautir auk göngubrautar umhverfis völlinn.

Húsið var boðið út 2018 í alverktöku af Mosfellsbæ, í lokuðu útboði eftir forval. Alverk var með hagstæðasta tilboðið að upphæð 621 m.kr.

Aðalráðgjafi verkkaupa er Verkís verkfræðistofa og hönnuðir fyrir Alverk  eru Arkþing arkitekar og Verkfræðistofa Reykjavíkur (VSR)

Alverk var stofnað árið 2007 af Aðalgeir Hólmsteinssyni.
Félagið hefur síðan, sinnt framkvæmda og ráðgjafarverkefnum í mannvirkjagerð, að mestu leyti hérlendis en einnig um tíma í Noregi.

Fyrirtækið var sl. ár m.a. stjórnunarráðgjafi við eina stærstu byggingaframkvæmd á höfuðborgarsvæðinu, byggingu 204 íbúða í Smiðjuholti á vegum Búseta.

Íbúðir Bú­seta við Smiðju­holt í Reykjavík

Félagið er í dag einnig að byggja 60 íbúðir fyrir Samtök Aldraða í Austurhlíð 10 og 78 íbúðir fyrir Búseta við Keilugranda. Þá eru fleiri verkefni í undirbúningi.

Búsetaíbúðir við Keilugranda Mynd: Búseti

Alverk hefur yfirumsjón með verkefnum á framkvæmdastigi, sem stjórnunar, al- eða aðalverktaki og sinnir jafnframt byggingastjórn. Fyrirtækið veitir einnig ráðgjöf við undirbúning framkvæmda, virðisgreiningu og hönnun.

Heimild: Mosfellingur.is ofl.