Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdum á Vesturlandsvegi verði hraðað

Framkvæmdum á Vesturlandsvegi verði hraðað

165
0
Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Rannsóknarnefnd umferðarslysa hvetur stjórnvöld til að flýta framkvæmdum við aðgreiningu akstursátta á Vesturlandsveig.
Í samgönguáættlun 2019-2033 er gert ráð fyrir að framkvæmdir við þetta verk hefjist í ár.

Þetta kemur fram í umfjöllun nefndarinnar um banaslys sem varð við bæinn Enni 4. Júní í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni krafðist Skipulagsstofnun þess að fyrrgreind framkvæmd færi í umhverfismat.

<>

Vegagerðin hefur kært þá niðurstöðu en engu að síður verður byrjað á matinu.

Börn slösuðust

Ökumaður Vokswagen Golf reyndi framúrakstur með þeim afleiðingum að bílnum var ekið framan á Toyota Hiace sem kom úr gagnstæðri átt.

Ökumaður Volkswagen bifreiðarinnar lést í slysinu. Í Toyotunni voru átta farþegar auk ökumanns. Þar af sjö á barnsaldri. Fjórir þeirra slösuðust mikið.

Toyotan var upphaflega skráð sem sendibíll með tvö farþegasæti við hlið ökumanns. Síðar var tveimur þriggja sæta sætisbekkjum bætt aftur í bílinn fyrir milligöngu umboðsaðila bílsins og skráningu hans breytt í fólksbíl.

Í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar kemur fram að sætafestur bekkjanna tveggja aftur í Toyota bifreiðinni bognuðu talsvert fram og einnig bök farþegasætanna við hlið ökumannsins. Þetta olli því að ung börn hlutu alvarlega áverka í árekstrinum.

Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að sætafesturnar voru smíðaðar hér á landi og voru án vottunar. Að mati bíltæknisérfræðings var styrkur sætafestanna og frágangur þeirra ófullnægjandi.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir til Samgöngustofu að yfirfara reglur um breytingu á sætaskipan og fjölda farþegasæta í bifreiðum þannig að fyrirbyggja megi að óvottuð sæti og festingar séu settar í bifreiðar.

Nefndin bendir enn fremur á að yfirfara þurfi reglur um festingar öryggisbelta.

Festingar belta séu öruggar

Mikilvægt sé að huga að því að festingar öryggisbelta séu nægjanlega sterkar og rétt staðsettar þegar sætaskipan er breytt.

Rannsókn nefndarinnar hefur leitt í ljós að fleiri bifreiðar eru í umferð útbúnar farþegabekkjum sem festir eru með sambærilegum hætti og í Toyota bifreiðinni í þessu slysi.

Nefndin beinir því til Samgöngustofu að taka til skoðunar hvernig hægt sé að tryggja úrbætur á sambærilegum sætafestum í öðrum bifreiðum í umferð.

Heimild: Ruv.is