Home Fréttir Í fréttum Tóku í óleyfi efni af svæði við Víf­ils­fell

Tóku í óleyfi efni af svæði við Víf­ils­fell

295
0
Veru­legt magn efn­is hef­ur verið tekið úr Bola­öld­um við Víf­il­fell. Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

At­hug­un for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins leiddi í ljós að veru­legt magn efn­is hefði verið tekið úr mal­ar­námu í Bola­öld­um við Víf­ils­fell á svæði sem fell­ur utan mats á um­hverf­isáhrif­um.

<>

Nám­an er á þjóðlendu og ráðuneytið hef­ur til skoðunar hvernig brugðist verði við.

Ákveðið var á síðasta ári að loka námunni í lok þess árs.
Svæðið sem um ræðir áður á for­ræði sveit­ar­fé­lags­ins Ölfuss, en er nú þjóðlenda sem nefn­ist Ölfus- og Sel­vogsa­f­rétt­ur.

Samn­ing­ur sem sveit­ar­fé­lagið Ölfus gerði við nýt­ing­araðila námunn­ar rann út 1. des­em­ber 2018.

„Þetta fyr­ir­tæki hef­ur brugðist okk­ur,“ seg­ir Tryggvi Felix­son, stjórn­ar­formaður Land­vernd­ar, en málið verður á dag­skrá stjórn­ar­fund­ar Land­vernd­ar í ág­úst að hans sögn.

Tryggvi seg­ir að ekki séu mörg for­dæmi um mál sem þessi en mik­il­vægt sé við þetta til­efni að setja for­dæmi þegar kem­ur að viðbrögðum hins op­in­bera.

Magnús Ólason, for­svarsmaður Fossvéla sem standa að námu­vinnsl­unni, seg­ir að um klaufa­skap hafi verið að ræða, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is