Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Hringvegur (1) um Kjalarnes, hönnun (EES útboð)

Opnun útboðs: Hringvegur (1) um Kjalarnes, hönnun (EES útboð)

302
0
Kjalarnes

Fyrri opnunarfundur tilboða í verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes var 14. maí 2019. Um er að ræða:

<>

· Breikkun Hringvegar á um 9 km kafla
· Þrjú hringtorg á Hringveginn
· Um 12 km af hliðarvegum bæði nýja og uppfærða núverandi vegi
· Fimm undirgöng (þrjú stálgöng og tvö steypt) og tvö mannvirki yfir á (annars vegar lengingu og hins vegar breikkun)
· Um 3,4 km af hjóla- og göngustígum
Verkhönnun skal lokið fyrir 1. júní 2020.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Lesið var upp hverjir skiluðu inn tilboðum en á síðari opnunarfundi, sem verður þriðjudaginn 21. maí 2019 kl. 14:15, verða lesin upp stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð.

Bjóðandi

Efla hf., Reykjavík
Mannvit hf., Reykjavík
VSÓ – Ráðgjöf ehf., Reykjavík
Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar, Kópavogi
Hnit hf., Reykjavík
Verkís hf., Reykjavík