Home Fréttir Í fréttum BYGG segir upp 40 manns

BYGG segir upp 40 manns

254
0
Mynd: RÚV

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hefur ákveðið að segja upp 40 manns. Í raun eru um að ræða 32 starfsmenn og svo undirverktaka.

<>

Ákvörðunin er tekin eftir að WOW var úrskurðað gjaldþrota í gær.

Þetta eru varúðarráðstafanir miðað við hvað er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Gylfi Ómar Héðinsson hjá Bygg. „Við höfum verið að byggja mikið á Suðurnesjum og vitum ekki hvernig þróunin getur verið þar áfram,“ segir Gylfi.

Gylfi segir að eftir að tilkynnt var um afdrif WOW í gærmorgun hafi stjórnendur hjá BYGG sest niður og farið yfir stöðuna. Það hafi leitt til þessarar niðurstöðu.
Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli hefur líka sagt upp sex starfsmönnum.

Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar segir að 30 prósent þeirra sem hafi farið um Leifsstöð hafi verið farþegar Wow air og að það hafi áhrif. Hún segir megináherslu verða lagða á fasta starfsmenn og að halda uppsögnum í algeru lágmarki. 210 manns vinna í Fríhöfninni í 170 stöðugildum.

Í aðdraganda gjaldþrots WOW voru skiptar skoðanir uppi um það hver áhrif yfirvofandi gjaldþrots kynnu að verða. Í skýrslu sem Reykjavík Economics vann að beiðni stjórnenda WOW kom fram að atvinnuleysið kynni að aukast um 5-15 prósent.

Heimild: Ruv.is